Featured

Velkomin!

pasta-55427ab78dcbf88a32739fbb72b5fb5b
https://www.pinterest.com/pin/441282463476195593/

Þessi vefsíða er ætlað nemendum í heimilsfræði í Bláskógaskólanum í Reykholti. Hér mun hver hópur vera með sitt svæði með upplýsingum um kennsluskpulagið, markmiðum, námsmatið og á sjálfsögu uppskriftum. Einnig er þessi vefsíða ætlast til að vera lífandi svæði nemenda þar sem þau mega setja in myndir og uppskriftir.

Advertisements

Valið á miðvikudaginn

Eftir síðustu viku varð til eftirfarandi óskalista um uppskriftir sem hópurinn mun prófa að elda eða baka. Við höfum ca. 15 tímar fyrir jól. Kennarinn ákvað að blanda réttum þannig að hugsað sé um hollt fæði (fæðaflokkum) og um það að á tímabílinu er bæði bakað og eldað með árstíðir í huganum og með fersk og óunninn hráefni. Listan fyrir neðan er vegna þess ekki heilagt 🙂 Nemendar er kvaddir til að senda fyrirspurnir í gegnum þessa vefsíðu með tillögum og athugasemdum (á leiðréttingum á málfræðivillum hjá kennaranum 😉

 1. Amerískar pönnukökur,
 2. Bruschetta (Snittur með tómötum, hvítlauki og ferskri basilíku),
 3. Gullrótakaka,
 4. Einfalt salat með góðri sósu (og græn salat)
 5. Frönsk súkkulaðiterta með þýsku ívafi (Svartskógar kirsuberjaterta)
 6. Pönnusteiktur fiskur með púrrulaukssósu,
 7. Amerískar súkkulaðibitakökur (Kínverska smákökur?)
 8. Spaghetti Carbonara,
 9. Pítsusnúðar,
 10. Sjónvarpskaka,
 11. Mexíkósk lasagna með hakkblöndu
 12. Núðlur með kjúklingi og sveppum
 13. Lambakótilettur
 14. Litla kjöt- og ostabollur í tómasósu með Tagliatelle
 15. Jólabakstur og gjafaöskur gert

Amerískar pönnukökur

Myndefni: https://www.pinterest.com/pin/440719513525152442/

amerikan pancakesdd28279eec86aeb065e5963d2c7148e3

Uppskrift (heimild: uppskriftir fyrir unglingastíg á vefsíðu nams.is uppskriftir-unglingastig (1):

 • 2 dl hveiti
 • 1 dl heilhveiti
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/4 tsk matarsóði
 • 1/4 tsk salt
 • 1/2 tsk sykur
 • 1 egg
 • 1 1/2 msk matarolía
 • 1 dl súrmjólk
 • 1 1/2 dl mjólk

Aðferð:

 1. Setjið allt í skál í réttri röð og hrærið svo vel með písk eða sleif þar til deigið verður kekkjalaust.
 2. Kveikið undir pönnu á miðstraum, þegar pannan er orðin heit eru búnar til litla pönnukökur.
 3. Notið ausu til að setja deigið á pönnuna, um það bíl 1 desilítra af deigi í hverja köku.
 4. Þegar kökurnar eru orðnar nærri þurrar að ofan á að snúa þeim við og baka þær á hinni hliðinni.

Borið fram með sírópi eða osti og smjöri.