6.bekkur

Lakkrístoppar

http://www.noi.is/is/recipes/88

Innihald

 • 3 eggjahvítur
 • 200g púðursykur
 • 150g Síríus rjómasúkkulaði
 • 150g Nóa Lakkrískurl

Leiðbeiningar

Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur.
Saxið súkkulaðið smátt.
Blandið lakkrískurli og súkkulaði varlega saman við stífþeyttu eggjahvíturnar.

Látið á plötu með teskeið.
Bakið í miðjum ofni vð 150°C í 20 mínútur.

Athugið að hiti og tími getur verið svolítið breytilegur eftir ofnum.

Smakokur-07

Piparkökuhúsið (keppni 25.11.2017, Aratunga;-)

http://eldhussystur.com/2012/12/05/piparkokur-og-baejarferd/

6 – 700 gr hveiti
180 gr smjörlíki (brætt) (ég nota smjör)
250 gr sykur
1 dl sýróp
2 dl kaffi (lagað)
2 tsk sódaduft
2 tsk kanill
1 tsk engifer
1 tsk negull
1 tsk hjartasalt
1/4 tsk pipar

Öllu hnoðað saman.

Fletjið út og skerið út fígúrur. Bakið við 180° í 6-8 min.

Royal Icing

 • 330 gr flórsykur
  2 tsk sítrónusafi
  2 eggjahvítur

Eggjahvíturnar og sítrónusafinn þeytt saman þangað til freyðir. Flórsykrinum bætt út í og þeytt þar til topparnir standa nokkurn vegin sjálfir. Geymið í lokuðu íláti.

Piparkökur

https://eldhussogur.com/2013/12/20/piparkokur/

Uppskrift:

 • 250 g sykur
 • 2 dl ljóst síróp
 • 1 msk kanil
 • ½ msk engifer
 • ¼ msk negull
 • ¼ tsk pipar
 • 250 g smjör
 • 1 msk matarsódi
 • 2 egg
 • 650-800 g Kornax hveiti

 

 1. Kalt smjör er sett í skál sem er sett til hliðar.
 2. Því næst er sykur og síróp sett í pott og suðan látin koma varlega upp.
 3. Þá er kanil, engifer, negul og pipar hrært vel saman við.
 4. Því næst er matarsódanum bætt út í og öllu hrært hratt og vel saman. Á þessum tímapunkti verður blandan ljósari og bólgnar upp.
 5. Þá er blöndunni strax hellt yfir smjörið í skálinni og hrært vel þar til allt smjörið hefur bráðnað og blandan er orðin köld.
 6. Því næst er eggjunum bætt út í og þeim hrært vel saman við blönduna. Að lokum er hveitinu bætt smátt og smátt út í þar til deigið er orðið þétt og slétt. Plastfilma er sett yfir skálina og deigið geymt í kæli í nokkra klukkustundir helst yfir nóttu.
 7. Þegar nota á deigið er það hnoðað örlítið og svo flatt út með kökukefli, þá er gott að strá dálítið af hveiti á borðið svo það festist ekki við eða nota bökunarpappír undir deigið. Piparkökurnar eru mótaðar með þar til gerðum formum, það þarf að passa að þær séu um það bil jafn þykkar allar. Bakað í ofni við 200 gráður í ca. 5-10 mínútur, fer eftir stærð piparkakanna.

Karrý kókos grænmetissúpa

img_3816

Hráefni:

 • 1 msk kókosolía
 • 1 tsk tandoori krydd eða önnur góð kryddblanda
 • 4 dl bakað grænmeti (sellerírót, sætar kartöflur og gulrætur í aðalhlutverki)
 • 6-7 dl vatn
 • 1/2 rauð paprika í litlum bitum
 • 1 dl kókosmjólk
 • 1 grænmetiskraftur
 • væn lúka steinselja
 • salt og pipar

Aðferð:

 1. Hitið kókosolíu í potti.
 2. Setjið kryddið í pottinn og leyfið því að malla aðeins í olíunni.
 3. Setjið bakaða grænmetið saman við og veltið upp úr kryddblöndunni.
 4. Bætið við vatni, kókosmjólk og grænmetiskrafti.
 5. Bætið paprikunni  og steinseljunni saman við.
 6. Leyfið súpunni að malla í nokkrar mínútur en svo er gott að leyfi henni að standa aðeins, hún verður enn betri þannig.

Það er langbest að eiga til afgang af bökuðu grænmeti því þá tekur matseldin mjög stuttan tíma. Það má líka brytja grænmeti niður og sjóða með súpunni en það kemur bara sérstaklega gott bragð ef notað er bakað grænmeti. Ef þið eigið ekki til afgang af bökuðu grænmeti, skerið þá niður 1/2 sellerírót, 1/2 sæta kartöflu og 2 gulrætur og bakið í ofni í 25 mín v/ 200°c.

Eplakaka

eplakaka.jpg
Fyrir 2 í 80 mín. Myndina: https://heimilismatur.com/2013/08/26/eplakaka-afar-audveld-og-mjog-god/

Innihald

 • 2 dl hveiti
 • 1 dl sykur eða hrásykur
 • 1½ dl kókosmjöl
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 dl matarolía
 • 1 dl mjólk
 • 2 egg
 • ½ tsk vanilludropar
 • ½ epli
 • 1 msk kanilsykur til að strá yfir kökuna áður en hún er bökuð

Aðferð

 1. Byrjið á því að kveikja á ofninum 180 °C/blástur.
 2. Blandið þurrefnunum saman í skál.
 3. Blandið saman olíu, mjólk, vanilludropum og eggjum með gaffli eða písk í annarri skál og hellið síðan út í skálina með þurrefnunum.
 4. Hrærið vel saman með sleif.
 5. Smyrjið tvö grunn lítil (ál) form með olíu og skiptið blöndunni jafnt í formin.
 6. Raðið niðursneiddu epli ofan á deigið og stráið kanilsykri yfir.
 7. Bakið við 180 °C í 20 mínútur.

Bóklegt nám (18.09.): næringaefnin

Litla veislupitsur (18.09.)

Freezer-Ready-Mini-Pizzas-Vs

Screen Shot 2017-09-07 at 21.31.11

Pastasalat með eggjum (11.09.17)

úr Gott og gagnlegt 2, bls. 13

d72201523e5bc615d9b5707fa4e315c6

Screen Shot 2017-09-07 at 21.39.33

Hvernig gekk að búa salatið til?

Mikið af skrefum í þessu uppskrift sem krefst einbeitingu og samvinnu alla 80 mínútur. Það tókst bara helmingnum af hópnum að klára uppskriftina. Ekki fyrir “viðkvæma” 😉

Lummur (05.09.17)

(uppskrift fyrir 10-12 lummur úr bókinni Gott og gagnlegt 6.bekkur, bls. 12)

14374426_292960211084861_583493838_n

 

 • 1 dl heilhveiti
 • 1 dl haframjöl
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/8 tsk salt
 • 2 tsk púðursykur
 • 1 dl + 1 msk mjólk
 • 1 msk mataólia
 • 1 egg

Áhöld

 1. hræriskál
 2. mæli (dl, tsk, msk)
 3. litil glerskál eða bolli
 4. sleif
 5. pönnukökupanna (eða aðra pönnu)
 6. pönnukökuspaði
 7. eldhúspappír
 8. diskur
 9. gaffal
 10. stóra skeið

Aðferð

 1. Mælið þurrefni og blandið saman í skál.
 2. Brjótið eggið í bolla eða litla skál.
 3. Bætið mjólk og matarolía út í og hrærið öllu saman með sleif.
 4. Hitið pönnukökupönnu (meðalhita) í um það bíl 2 mínútur. Berið mataróliá á pönnuna með eldhúspappír, hitið hana síðan við meðalstraum í 2 mínútur. Á meðan finnið þið til disk undir lummurnar, pönnukökuspaða, gaffal og stóra skeið.
 5. Setjið deigið með skeið á pönnuna. Hæfilegt er að setja 2-3 lummur á í hvert skipti.
 6. Snúið lummunum við þegar yfirborðið fer að þorna. Notið pönnukökuspaða og gaffal.

Hvernig gekk að búa til?

Frábært og frekar einfald – allir fíla lummur 🙂

Ávaxtasalat með vanillúsosu (viku 2)

fresh-fruit-salad-with-coconut-honey-dressing-picture

avaxtasalat-uppskrfit-sj57UXCc3Bq-8c

 

vanillusosu-uppskrift-EmkEdAPAs-pVov

Hvernig gekk að búa til?

Mikið vinna að skera niður en góð æfing í að nota hníf og skera fín. Æðisleg sósa, þarf að borða strax.

Melónuís (viku 1)

melonuis-mynd-Vn_yFpVpDhLv9G

(4-6 manns, 300g melónumauk á mann, má nota mismunandi tegundir af melónum til að fá litríkann ís)

 1. Búið til melónumauk með töfrastaf.
 2. Ef vill má blanda Ribena í safinn til smá aukabragð (blanda það með vatni eftir uppskrift á flöskunni), eða setja berjum í.
 3. Hellið mauknum í ísform. Ef þið eru með mismunandi tegundir af mauki, hellið helmingnum fyrst og látið í frysti í 10 mínútur þangað til að ýfirborðið er aðeins frosið.
 4. Hellið svo hinum mauknum ofan á og stingið lokinu með pinnanum í. Frystið í 4 tíma.
 5. Stingið ísformum stutt í heitt vatn til að losa ísinn úr.

Hvernig gekk að búa til?

Nóg að hafa hlut af hópnum í þessu. Sumum fannst ísinn væri girnileg en sumum fannst það alls ekki. Mætti taka lengra með það að brána hvít súkkulaði í pótt og dýfa frosnum ísum í það. Láta kolna og smakka svo 🙂

Guacamole (viku 1)

Mexican-Guacamole-683x1024

Uppskrift (hentugt fyrir 1 eldhússtöð/1hóp):

 • 1 vel þroskuð avókadó, skorin í litla bita
 • 1 stórir tómatar, skornir mjög smátt
 • 1 hvítlauksrif, söxuð mjög smátt eða set í hvítlaukspressu
 • 1/4 laukur eða rauðlaukur, saxaður smátt
 • safi úr 1/2 límónu eða 1 matarskeið límónusafi úr flösku
 • 1 búnt ferskt kóríander, saxað smátt (má sleppa)
 • 1/2 tsk salt
 • fetaóst (má sleppa)

Aðferð:

 • blandið avókadó með töfrastaf (eða í blandara) saman með límónusafanum.
 • blandið saman með hinum hráefnunum og setjið í skál
 • lokið skálinni mjög þétt með plastfilmu og geymið í ísskáp í minnst korter áður en hún er borin fram
 • setja smá fetaóst ýfir stutt áður en borið er fram
 • Guacamole geymist illa og ætti því að vera borið fram strax

Heimild: https://eldhussogur.com/tag/guacamole-uppskrift/

Sjá einnig: https://www.confettiandbliss.com/recipes/food/best-guacamole-recipe-ever/

Hvernig gekk að búa til?

Gekk vel, æfing að skola grænmeti og skera það í fína bita. Því miður var sett of mikið af salti allstaðar, þannig að ekki var hægt að borða þetta. Maður læri frá mistökum, núna vita allir hvernig dl mæli virka 😉

Velkomin – skipulagt 🙂

Verkefnin fyrir hverju viku eru vistað sér sem verkefni. 16×2 kennslutímar.

 1. Kynningu, umgengni í skólaeldhúsinu, ávaxtasalat með vanillúís og melónuís.
 2. Guacamole með kjúklingabaunum og rugbrauð. Mjólk og vatn til að drekka með.
 3. Lummur.
 4. Pastasalat með eggjum.
 5. Bóklegt um næringaefninn.
 6. Eplakaka 25.09 (mánudagur).
 7. Litla veislupitsur 02.10. (mánudagur).
 8. Smábrauð (úr bókinni 6.bekkur) 09.10.
 9. Karrý kókos grænmetissúpaí staðinn fyrir haustsúpan (úr bókinni 6.bekkur er ekki vinsæld) 23 .10.
 10. Bóklegt (stækka og minnka réttir, ath. jólauppskriftir) 30.10.
 11. Piparkökuhús (keppni fer fram í Aratungu þann 25.11.2017)
 12. Eftirfarandi uppskriftir lendu á bið vegna hönnunar- og bökunarvinnu fyrir piparkökuhússamkeppnina:
  1. Mexíkóskur kjötréttur (úr bókinni 6.bekkur) 06.11.
  2. Skonsur (úr bókinni 6.bekkur) 13.11.
  3. Rúlluterta með rhabarbarasultu (úr bókinni 7.bekkur) 20.11. eða Pylsuspjót með ostakartöflum og gúrkuhræru (úr bókinni 7.bekkur)
  4. Bóklegt. Heimavinna: finna einfald jólauppskrift til að vinna í tíma, þarf að versla in fyrir það. 27.11.
  5. ATH: uppskriftir 04.12.
 13. Jólauppskrift: marengs (lakkrís) toppar 18.11.

 

 

Advertisements