7.bekkur

Lakkrístoppar

http://www.noi.is/is/recipes/88

Innihald

 • 3 eggjahvítur
 • 200g púðursykur
 • 150g Síríus rjómasúkkulaði
 • 150g Nóa Lakkrískurl

Leiðbeiningar

Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur.
Saxið súkkulaðið smátt.
Blandið lakkrískurli og súkkulaði varlega saman við stífþeyttu eggjahvíturnar.

Látið á plötu með teskeið.
Bakið í miðjum ofni vð 150°C í 20 mínútur.

Athugið að hiti og tími getur verið svolítið breytilegur eftir ofnum.

Smakokur-07

Hvernig gekk?

Bökunarpappirið var búin. Kannski er hægt að nota muffins pappirform. Annars var það skemmtilegur bakstur og allir áhugasamir. Gengur vel að vinna með hrátt egg, þvó það þarf alltaf að reka eftir nemendum þegar kemur að þrífum.

Piparkökuhúsið (keppni 25.11.2017, Aratunga;-)

http://eldhussystur.com/2012/12/05/piparkokur-og-baejarferd/

6 – 700 gr hveiti
180 gr smjörlíki (brætt) (ég nota smjör)
250 gr sykur
1 dl sýróp
2 dl kaffi (lagað)
2 tsk sódaduft
2 tsk kanill
1 tsk engifer
1 tsk negull
1 tsk hjartasalt
1/4 tsk pipar

Öllu hnoðað saman.

Fletjið út og skerið út fígúrur. Bakið við 180° í 6-8 min.

Royal Icing

 • 330 gr flórsykur
  2 tsk sítrónusafi
  2 eggjahvítur

Eggjahvíturnar og sítrónusafinn þeytt saman þangað til freyðir. Flórsykrinum bætt út í og þeytt þar til topparnir standa nokkurn vegin sjálfir. Geymið í lokuðu íláti.

 

Mexíkósk kjúklingasúpa

Þessi uppskrift er fyrir 2-3 manns (eftir Eva Laufey)
kjulli IMG_2970.jpg
 • 2 kjúklingabringur
 • 1/2 rauð paprika
 • 1/2 græn paprika
 • 1 gulrót
 • 1/4 blaðlaukur 
 • 3 hvítlauksgeirar
 • 1/2 laukur 
 • 1 tsk af þurrkuðum chili pipar
 • 2 msk olía 
 • 1/2 dós saxaðir tómatar
 • 1 teningar af kjúklingakrafti
 • 2  tsk karrý
 • 1,5 lítri vatn
 • 1/2 peli rjómi
 • 1/2 úr krukku af Heinz chili tómatsósu
 • 100 g rjómaostur 
 • 1/4 pakki Nachos
 • 1/2 pakki rífinn ostur

Aðferð

Hitið olíu á pönnu við vægan hita, saxið grænmetið smátt og steikið í smá stund á pönnunni, bara rétt til að fá smá gljáa.

Setjið grænmetið í stóran pott, bætið vatninu , chili tómatsósunni, karrýinu, kjúklingateningum og    söxuðum tómötum saman við, leyfið þessu að malla á meðan þið steikið kjúklinginn.

Skerið kjúklinginn í litla bita og steikið á pönnu upp úr olíu, kryddið með chili, salti og pipar. Bætið kjúklingnum við súpuna. Látið hana sjóða við vægan hita í 10 – 15 mín.

 

Að lokum fer rjóminn og rjómaosturinn saman við.

Takið ykkur góðan tíma til að laga súpuna, ég leyfði henni að malla við vægan hita í nærri 2 klukkustundir en þess þarf auðvitað ekki. Látið hana þó malla í lágmark 30 mín. Bragðbætið súpuna að vild, gæti verið að þið viljið meiri karrý eða meiri pipar.

Mikilvægt að smakka sig til!

Berið súpuna fram með sýrðum rjóma, rifnum osti og nachos flögum, sem hver og einn bætir á sinn disk eftir smekk.
Matarmikil súpa sem hressir og kætir. Stundum sleppi ég því að setja rjóma og rjómaost, bæti þá við meiri grænmeti. En að mínu mati er hún betri með rjómanum, elsku rjómanum. Lúxus súpa sem á alltaf vel við.

Karrý kókos grænmetissúpa

img_3816

Hráefni:

 • 1 msk kókosolía
 • 1 tsk tandoori krydd eða önnur góð kryddblanda
 • 4 dl bakað grænmeti (sellerírót, sætar kartöflur og gulrætur í aðalhlutverki)
 • 6-7 dl vatn
 • 1/2 rauð paprika í litlum bitum
 • 1 dl kókosmjólk
 • 1 grænmetiskraftur
 • væn lúka steinselja
 • salt og pipar

Aðferð:

 1. Hitið kókosolíu í potti.
 2. Setjið kryddið í pottinn og leyfið því að malla aðeins í olíunni.
 3. Setjið bakaða grænmetið saman við og veltið upp úr kryddblöndunni.
 4. Bætið við vatni, kókosmjólk og grænmetiskrafti.
 5. Bætið paprikunni  og steinseljunni saman við.
 6. Leyfið súpunni að malla í nokkrar mínútur en svo er gott að leyfi henni að standa aðeins, hún verður enn betri þannig.

Það er langbest að eiga til afgang af bökuðu grænmeti því þá tekur matseldin mjög stuttan tíma. Það má líka brytja grænmeti niður og sjóða með súpunni en það kemur bara sérstaklega gott bragð ef notað er bakað grænmeti. Ef þið eigið ekki til afgang af bökuðu grænmeti, skerið þá niður 1/2 sellerírót, 1/2 sæta kartöflu og 2 gulrætur og bakið í ofni í 25 mín v/ 200°c.

Spaghetti Carbonara (með bacon eða pylsum)

carbonara218-(2)

Mynd og grunnuppskriftina úr gottimatinn.is

Innihald

 • 250 g spaghetti
 • salt og svartur pipar úr kvörn
 • 2 msk olía
 • 1 msk tímian (eða fersk fínskorinn garðablóðberg)
 • 1 tsk pipar
 • 4 stk beikonsneiðar eða 5 pylsur (mega vera kryddaðar pylsur eða allskonar)
 • 2 dl matreiðslurjómi
 • 2 eggjarauða
 • 1 dl ferskur rifinn parmesanostur
 • ½ búnt steinselja ef til er

Aðferð

 1. Sjóðið pastað eftir uppskrift.
 2. Skerið beikonsneiðarnar gróft, setjið á bökunarplötu með bökunarpappír á og grillið í ofninum við grillhitu þangað til orðinn vel brúnt. Takið út og setið beikonið á disk til hliðar. Skerið pylsur í sneiða, steikið á pönnu í matarólíu og setið til hlíðar.
 3. Látið eggjarauðum í glerskál, hellið rjómin, parmesanostinn, pipri og tímian út í og hrærið saman með písk.
 4. Hellið pastanu á sigti, látið drjúpa vel af og látið það aftur í pottinn.
 5. Bætið eggjarauðublönduna út í og einnig beikonbitana (eða steikta pylsur).
 6. Hræri með trésleif við lægan hita í ca. 3 mínútur.
 7. Berið fram og setjið fínsaxað steinselja sem skreyt ofan á.

Afmælismúffur

Fyrir 2 í 80 mín.

Apfel-Zimt-Muffins_featured

Mynd: https://www.springlane.de/magazin/rezeptideen/apfel-zimt-muffins/

Innihald

 • 1 dl sykur
 • 1 egg
 • 1 tsk vanilludropar
 • 3 dl hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1¼ dl mjólk
 • 50 g smjörlíki brætt
 • 2 msk súkkulaðispænir
 • 1 epli
 • 1 tsk kanil blandað með 1 msk sykri

Aðferð

 1. Mældu öll hráefnin í skál og þeyttu deigið saman í u.þ.b. 2 mínútur.
 2. Skiptu deiginu jafnt í 12 múffumót.
 3. Athugaðu að þau eiga að vera u.þ.b. hálffyllt.
 4. Þvóið og skerið eplið í báta, skera skrælið af.
 5. Straujið kanil-sykur blandan yfir.
 6. Bakaðu í miðjum ofni við 180 °C og blástur í u.þ.b. 10 mín.

Bóklegt nám fór fram þann 20.08. um vítamín og greiningu og samsetningu af máltiðum með fæðuhringnum í huga.

 

Litla veislupitsur (13.09.)

Freezer-Ready-Mini-Pizzas-Vs

Screen Shot 2017-09-07 at 21.31.11

Ostaslaufur (var planið fyrir 13.09.)

Fyrir 2 í 80 mín. Úr http://vefir.mms.is/uppskriftavefurinn/uppskriftavefur_midstig.pdf

ostaslaufur-dbec391752234d01ca0acc0a648f5088.jpg

Myndir: grgs.is

Efni

 • 2 dl volgt vatn
 • 2 tsk þurrger
 • 1 tsk sykur
 • 2 msk matarolía
 • 3 dl heilhveiti
 • 2 msk hveitiklíð
 • ¼ tsk salt
 • 2 dl hveiti (geyma annan dl af hveitinu til að hnoða með)

Fylling

 • 2 dl rifinn ostur
 • 2 msk pizzusósa ef vill
 • skinku eða pepperoni ef vill
 • 1 tsk oregano krydd

Aðferð

 1. Kveikið á ofni 190°c og blástur.
 2. Setjið vatnið og þurrgerið saman í skál og látið leysast upp.
 3. Allt nema 1 dl af hveitinu sett út í og hrærið vel með trésleif.
 4. Látið deigið bíða á volgum stað í minnst 10 mín meðan fyllingin er útbúinn.
 5. Deiginu skipt í tvo hluta.
 6. Hvor hluti er flattur út í kassalaga köku.
 7. Fylling sett á miðju og báðar hliðar brotnar yfir.
 8. Skerið í ræmur og mótið í slaufur.
 9. Látið slaufurnar lyfta sér í 10 mín.
 10. Penslið með mjólk og stráið sesamfræi yfir ef þið viljið.
 11. Bakið í 10–12 mín.

Lummur með ítölsku í vafi (06.09.17)

(uppskrift fyrir 10-12 lummur úr bókinni Gott og gagnlegt 6.bekkur, bls. 12 og úr Silvurskeiðinni)

Efni fyrir lummurnar

 • 1 dl heilhveiti
 • 1 dl haframjöl
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/8 tsk salt
 • 2 tsk púðursykur
 • 1 dl + 1 msk mjólk
 • 1 msk mataólia
 • 1 egg

Áhöld (lummur)

 1. hræriskál
 2. mæli (dl, tsk, msk)
 3. litil glerskál eða bolli
 4. sleif
 5. pönnukökupanna (eða aðra pönnu)
 6. pönnukökuspaði
 7. eldhúspappír
 8. diskur
 9. gaffal
 10. stóra skeið

Aðferð (lummur)

 1. Mælið þurrefni og blandið saman í skál.
 2. Brjótið eggið í bolla eða litla skál.
 3. Bætið mjólk og matarolía út í og hrærið öllu saman með sleif.
 4. Hitið pönnukökupönnu (meðalhita) í um það bíl 2 mínútur. Berið mataróliá á pönnuna með eldhúspappír, hitið hana síðan við meðalstraum í 2 mínútur. Á meðan finnið þið til disk undir lummurnar, pönnukökuspaða, gaffal og stóra skeið.
 5. Setjið deigið með skeið á pönnuna. Hæfilegt er að setja 2-3 lummur á í hvert skipti.
 6. Snúið lummunum við þegar yfirborðið fer að þorna. Notið pönnukökuspaða og gaffal.

20170904_231636

Áhöld (tómatasalat)

 1. skurðarbretti
 2. eldhúshnífur
 3. hvítlauskpressa
 4. glerskál

Efni (tómatasalat)

 • 3 tómatar
 • 1/4 laukur
 • 1 hvítlauksrif
 • salt
 • pípar
 • basilikum
 • olífuólia
 • mozzarellaóstur, geitaostur eða kotasælu

Aðferð (tómatasalat)

 1. Skolið tómatar og skerið í fína bita (dices). Munið að fjarleggja græna hlutinn.
 2. Setjið tómata í skálina.
 3. Hreinsið laukinn eftir þörf, saxið og bætið í skálina.
 4. Hreinsið hvítlaukinn og pressið beint í skalina.
 5. Skerið basilikum í mjög fína strípur og bætið við.
 6. 1/8 tsk salt (bara setja smá salt í hendinni og strauja ýfir salatið með þumal- vísifingrinum)
 7. Bætið smá pípar við og hellið 1 msk ólífuólíu.
 8. Balsamico edik í hófi.
 9. Hrærið salatið og látið standa þangað til að lummurnar eru tilbunar.
 10. Leggið diskar á borðið.
 11. Setjið salatið í fallega skál með skeið og skreyta með basilikum.
 12. Setjið kotasæla í skál og skeið við hliðina.

Súkkulaðiköku og smábrauð úr Gott og gagnlegt 2 fyrir 6.bekkur

Hér bökuðu stelpur úr 6.bekk brauð og strákana úr 7.bekknum súkkulaðiköku. Þetta gekk vel endar sjálfstæða og áhugasama krakka á ferð.

sukkuladikaka20171214_102738

Velkomin!

 1. Hér er skipulagt fyrir 7.bekkur haustið 2017 (með fyrirvara). Verkefnin fyrir hverju viku eru vistað sér sem verkefni. Samkennsla hálfur 6. bekkur og 7 bekkur. 16×2 kennslutímar.
 • Kynningu, umgengni í skólaeldhúsinu, hrifja upp hreinlæti (bls. 14), bekkurinn skipt í 4 hópa, guacamolu og melónuís búin til 30.08.

 • Lummur og Brushetta (tómatsalat og kotasæla) 06.09.
 • Litla veislupitsur 13.9.
 • Bóklegt 20.09.
 • Eplakaka eða afmælismuffins 27.09.
 • Pastaskrúfur með pylsúsosa eða Spaghetti Carbonara 04.10.
 • Smábrauð (úr bókinni 6.bekkur) 11.10.
 • Súkkulaðikaka (úr bókinni 6.bekkur) 11.10.
 • Karrý kókos grænmetissúpaí staðinn fyrir haustsúpan (úr bókinni 6.bekkur er ekki vinsæld) 25.10.
 • Bóklegt (stækka og minnka réttir) 01.11.
 • Piparkökuhús (samkeppni á jólamarkaðnum kvenfélags í Aratungu) – vinnuna í því frá byrjun nóvember til 25.11.
 • Mexíkósk kjúklingasúpu (eftir Evu Laufeyju, svo er til öðruvísi uppskrift úr bókinni 6.bekkur ) 06.11.
 • Eftirfarandi uppskriftum var svo ekki eldað vegna þátttöku í piparkökuhúskeppni:
 • Skonsur (úr bókinni 6.bekkur) 15.11.
  • Pylsuspjót með ostakartöflum og gúrkuhræru (úr bókinni 7.bekkur) eða Rúlluterta með rhabarbarasultu (úr bókinni 7.bekkur) 22.11.
  • Bóklegt. Heimavinna: finna einfald jólauppskrift til að vinna í tíma, þarf að versla in fyrir það. 29.11.
  • Jólauppskriftir rædd og reiknað út (úr bókinni 6. eða 7.bekkur) ATH: uppskriftir 06.12. (NIKOLAUS).
 • Jólauppskrift: lakkris og allskins toppar 13.12.
Advertisements