Smiðjuhelgina 6.-7.okt. 2017

Helgarsmiðju í Borg fer fram föstudaginn 6.10. til laugardaginn 7.10.2017.  Hlakka mikið til þess 🙂

 • Föstudagur frá kl. 13:00 – 18:00
 • Laugardagur frá kl. 09:00 – 12:00 og 13:00 – 16:00

 

Föstudagur kl. 13:00 – 15:00

Hvít rúlluterta með límettu, kókos & hvítu súkkulaði fyllingu

jamie-limone-rulla-50242467.jpg

Efni:

 • 3 egg
 • 1 ½ dl sykur
 • 1 ¼ dl hveiti
 • ½ dl kartöflumjöl
 • 1 tsk lyftiduft
 • 200 g hvít súkkulaði
 • 1 dl kókoskrem
 • 1-2 límettur

Aðferð:

 1. Byrjið á fyllinguni: skerið súkkulaði í fína bita og hellið í skál sem þolir hita.
 2. Hitið kókoshnetukremið í litlum pott (ekki sjóða eða láta brenna) og hellið yfir súkkulaðið.
 3. Takið rífjarn og rífið límettuskrælið í blönduna (best að nota lífræna límettur og alltaf þvó þessu vel). Blandið og setið í kæli.
 4. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, með undir og yfir hita eða blæstri.
 5. Búið til form úr bökunarpappír þannig að það sé ferkantað með uppá brotnum brúnum ca. 1 cm.
 6. Þeytið saman egg og sykur með rafmangsþeytara á hæstu stillingu í nokkrar mínútur eða þar til deigið verður létt og ljóst.
 7. Sigtið kartöflumjöl, hveiti og lyftidufti saman við.
 8. Blandið saman varlega með sleif.
 9. Passið að fara mjög varlega, annars fellur deigið og kakan misheppnast.
 10. Hellið deiginu í pappírsformið og bakið í miðjum ofni í átta mínútur.
 11. Takið örk af bökunarpappír og, leggið á borð og stráið ½ msk af sykri yfir pappírinn
 12. Þegar kakan er bökuð er henni hvolft á sykurstráðan pappírinn. Látið kólna.
 13. Kreystið límettusafan í litinn pótt og hitið það með msk af sykri, hrærið þangað til að ljóst syrop verður úr því. Setið til hliðar.
 14. Takið fyllinguna úr kæli og hrærið aðeins með sleif.
 15. Dreifið fyrst syropinn yfir botninn, svo kremið.
 16. Rúllið kökuna upp með hjálp bökunarpappírs.
 17. Skreyta má með smá sykur og kókosflögum.

Föstudagur kl. 15:15 – 16:00

Undirbúningur fyrir laugardaginn: Tandoori kjúklingur og príkbrauð

jamie-oliver-tandorri-1442_1_1436892273

https://www.jamieoliver.com/recipes/chicken-recipes/tandoori-chicken/

Þessi uppskrift er mjög einfald og gómsæt en þannig að kjötið er marinerað yfir nóttina og svo eldað daginn eftir. Æðislegt fyrir svona verkefnahelgi 🙂

Innihald (fyrir 4)

 • 4 hvítlauksríf
 • 1-2 fersk chilies
 • 1 msk malað engifer
 • ½ sitrónu
 • 2 dl (200 g) jóghurt
 • 1 tsk kanill
 • 1 tsk kumen (malað)
 • 1 tsk koriander
 • 1 tsk papriku
 • 1.5kg kjúklingaleggjum (eða blönduð, ca. 2 pakka) eða lambakjötslærissneiðar
 • groundnut oil (olífuolía)
 • 900 g broccoli
 • 1 msk garam masala
 • ½ a bunch of fresh coriander

Aðferð

 1. Taka skrælið af hvítlauknum og fjárlægið fræinn úr chilinum. Saxið mjög fín, saltið vel og setið allt í stóra skál.
 2. Blandið vel í engifer, sitrónusafan, jóghurt, ½ tsk svart pipar, kanil, kumen, coriander og paprika.
 3. Bætið kjúklinginn eða lambið í og blandið vel, setið í kæli fram til næsta dags (12 tíma).
 4. Áframhald á laugardaginn

Príkbrauð

20170907_155336

Föstudagur kl. 16:00 – 18:00

Ítalskar bollur á pasta

Með heimalagaðri tómatsósu
Fyrir 3 í 120 mín.

meatballs-50-419-tuna-meatballs-with-wholewheat-spaghetti.full

Mynd: http://hotcooking.co.uk/recipes/50/jamie-oliver-tuna-meatballs

Innihald

 • 300 g grísahakk
 • 2 hvítlauksrif
 • ½ skalotlaukur eða venjulegur laukur
 • 1 egg
 • 1 msk maísmjöl
 • ½ tsk timjan
 • ½ tsk oreganó
 • ¼ tsk salt
 • svartur pipar (á hnífsoddi)
 • ¾ msk olía (til steikingar)
 • ½–1 kjötteningur

1. Rífið hvítlauksrifin og laukinn á rifjárni eða saxið mjög smátt.

2. Setjið hakk, krydd og egg í skál og blandið vel saman. Bætið rifna
lauknum saman við og að því búnu maísmjölinu.

3. Mótið miðlungsstórar bollur með skeið og steikið þær í olíu á pönnu þar tilþær hafa brúnast vel.

4. Hellið 1 dl af vatni á pönnuna ásamt kjötteningi og látið sjóða í um 5 mínútur við vægan hita. Útbúið tómatsósuna á meðan.

Tómatsósa

 • ¾ dós tómatar (hakkaðir)
 • ¼ laukur
 • 1 tsk olía (til steikingar)
 • ¼ tsk salt
 • 1/8 tsk svartur pipar (úr kvörn)
 • 1 tsk timjan
 • 1 tsk oreganó
 1. Saxið laukinn fínt og mýkið hann í lítilli olíu í potti.
 2. Setjið tómatana í pottinn ásamt kryddinu og sjóðið við vægan hita
  í u.þ.b. 5 mínútur.

Pasta
Sjóðið pastað á meðan þið steikið bollurnar og setjið síðan á disk. Raðið sjóðheitum bollunum á pastað og þekið með tómatsósunni. Sáldrið saxaðri steinselju og nýrifnum
parmesanosti yfir (má sleppa).

Heimild: uppskriftarvefurinn

Laugardagur kl. 09:00 – 10:00

Egg Benedikt (og taka kjötið út kæli 😉

eggs-benedict-horiz-a-1600

Mynd: http://www.simplyrecipes.com/recipes/eggs_benedict/

Laugardagur kl. 10:15 – 12:00

Tandorri kjúklingur

 • Takið skálina strax kl. 9 úr kæli.
 • Hitið ofninn á 200ºC.
 • Skiptu kjúklingnum á milli 2 stóra stykki af álpappíri, dreifa smá olíu yfir, pakka inn og setjið hvert pakka á stóru bökunarplötu og bakið í 30 mínútur.
 • Á meðan, skerið brokkoliið þannig að blómin eru aðskilinn, dreifið olía og garam masala yfir.
 • Eftir að tíman er búin, setið kjúklinginn beint á plötuna og bætið brokkoli við. Bakið í 30 mínútur í viðbót þangað til bakað í gegn. Snúið öllu við in á milli.
 • Sjóðið hrísgrjón (Arite sýnir).
 • Berið fram með fersk kóriander.

Laugardagur kl. 13:00 – 16:00

Ostakaka með hvítu súkkulaði

http://www.gottimatinn.is/uppskriftir/eftirrettir/osta-og-skyrtertur/dasamleg-skyrkaka-med-hindberjum-og-hvitu-sukkuladi/853

ostakaka-med-hvitu-sukkuladi-2

Botn

 • 150 g hafrakex
 • 40 g kókosmjöl
 • 2 msk púðursykur
 • 70 g smjör

Fylling

 • 400 g hreinn rjómaostur
 • 175 g flórsykur
 • 1 tsk vanilludropar
 • 350 g hvítt súkkulaði (brætt)
 • 2 egg
 • 1 eggjarauða

Aðferð Botn:

 1. Myljið kexið og blandið með kókosmjöli og púðursykri.
 2. Bræðið smjörið og blandið saman.
 3. Setjið í botninn á 24 cm smelluformi.
 4. Gott er að setja smjörpappír undir.
 5. Kælið.

Fylling aðferð:

 1. Hrærið saman rjómaosti, flórsykri og vanilludropum,
 2. blandið varlega í bræddu súkkulaðinu og
 3. loks eggjum og rauðu í tveim skömmtun,
 4. blandið vel á milli.
 5. Hellið fyllingunni í formið og bakið við 175°C í sirka 50-60 mínútur.

Kælið kökuna áður en formið er losað gott er að baka kökuna daginn áður.

Skreytið með ferskum berjum og hvítu súkkulaði og berið fram vanillu eða berjaskyri

Höfundur: Árni Þór Arnórsson

 

 

Advertisements