Valhópana

Lakkrístoppar

http://www.noi.is/is/recipes/88

Innihald

 • 3 eggjahvítur
 • 200g púðursykur
 • 150g Síríus rjómasúkkulaði
 • 150g Nóa Lakkrískurl

Leiðbeiningar

Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur.
Saxið súkkulaðið smátt.
Blandið lakkrískurli og súkkulaði varlega saman við stífþeyttu eggjahvíturnar.

Látið á plötu með teskeið.
Bakið í miðjum ofni vð 150°C í 20 mínútur.

Athugið að hiti og tími getur verið svolítið breytilegur eftir ofnum.

Smakokur-07

Núðlur með kjúkling og sveppum

https://saemundarskoli.is/images/skjol_2012_2013/heimilisfraedi/nudlur_kjukling_sveppum_6_7.pdf

Núðlur með kjúkling og sveppum
(Uppskriftir fyrir unglingastig)

1 kjúklingabringa
1 msk olía
4 sveppir
½ pakki gular núðlur
2 msk soyasósa
1 msk ostrusósa
1 msk sykur
½ tsk salt
1½ tsk sesamolía

Aðferð

 1. Setjið núðlurnar í skál og hellið sjóðandi heitu vatni yfir þær svo fljóti yfir.
 2. Látið bíða í fjórar mínútur og hafið disk ofan á skálinni svo hitinn gufi ekki upp.
 3. Hellið í sigti og kælið undir rennandi vatni, geymið tilbúið í skál.
 4. Saxið sveppina í sneiðar og hafið tilbúna í skál.
 5. Skerið kjúklingabringuna í litla bita og geymið á diski. ATHUGIÐ að
  kjúklingurinn má alls ekki komast í snertingu við neitt annað. Þvoið ykkur
  um hendurnar eftir að skera kjúklinginn.
 6. Mælið ostrusósu, soyasósu, sykur og salt í litla skál.
 7. Hitið pönnu og veltisteikið kjúklinginn í matskeið af olíu þangað til hann
  er aðeins brúnaður og gegneldaður. Bætið sveppunum á pönnuna og
  steikið áfram.
 8. Hellið núðlunum á pönnuna ásamt sósunum og kryddi og hrærið vel
  saman.
 9. Sesamolían er sett í síðast og öllu blandað vel saman með
  tveimur göfflum og borið fram.

Heimagerð Ravioli með ostafyllingu

úr https://www.kochbar.de/rezept/507237/selbstgemachte-Ravioli-mit-2-Kaese-Fuellung.html

selbstgemachte-ravioli-mit-2-kaese-fuellung-rezept

Uppskrift fyrir 2:

 

200 g
hveiti
2
egg
fetaost
Edamer (eða Gouda/kryddaður rjómaostur)
… auk olífuóliu, 4 hvítlauksrif, koriander eða aðra ferska kryddjurtir (basil, steinselja, garðablóðberg)
Aðferð deig
 1. látið hveiti í skál og búið til gat fyrir eggin
 2. blandið með gaffli
 3. hnóða vel (ef of þurrt, má gefa smá vatn í, ef og blautt, bætið hveiti við)
 4. látið deigið standa á meðan þið búið til fyllingunni
Aðferð fyllinginn
 1. saxið fetaostinn og rífið hinn ost með rífjarn/blandið með rjómaostinum
 2. má bæta í hvítlauk eða ferska kryddjurtir eins og koriander
 3. blandið vel
Búa til Ravioli
 1. skerið deigið í litla bita
 2. rúllið þeim út í litla fleti
 3. skerið spóröskjum út og gefið smá fyllingu í miðjunni
 4. brótið fletinn saman og pressið röndina vel saman (má helst ekki vera nein LOFT í núðlunum)
 5. sjóðið þeim í 5 mínutur í vatni
 6. berið fram með ferskri tómatsósu eða hvítlauksolía (steikið hvítlaukinn örstutt í olínuni)
(Quelle: www.kochbar.de)

Egg í sinnepssósu

ei1

fyrir 2-3

2 kartöflur á mann

 1. (byrja að setja kalt vatn á hellu, láta kartöflur í vatnið og láta sjóða þangað til mjúkar)

3 egg (ef vil má hafa 2 egg á mann)

 1. sjóða vatn og láta egginn í sóðandi vatn
 2. sjóða í 10 mínútur

Sósan

 • 1/4 laukur
 • 2 msk smjör
 • 2 msk hveiti
 • 200 ml (2 dl) kjötsóð (vatn með kryddtening)
 • 200 ml (2 dl) mjólk
 • 2 msk sinnep
 • salt, pipar
 • múskat

Aðferð

saxa laukin og steikja í pönnu með smjör

láta hveiti í og svo

ei2

KJÚKLINGUR MILANESE

Eftir Evu Laufeyju fyrir ca. fjóra fullorðna

Stökkar kjúklingabringur

 • 4 – 5 kjúklingabringur
 • Salt og pipar
 • Ólífuolía
 • 5 – 6 dl brauðmylsna (t.d. þurrkaða kúmenkringlur sem maður raspar sjálf)
 • 2 egg
 • 100 – 150 g hveiti
 • 1 stór Mozzarella kúla (120 g)
 • 1 sítróna
 • ef vil Parmesanost

Aðferð:

 1. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt og fletjið aðeins út, með kjöthamri eða kökukefli til dæmis.
 2. Kryddið bringurnar með salti og pipar.
 3. Pískið tvö egg í skál, setjið brauðmylsnu í aðra skál og hveiti í þá þriðju. Það er svolítið erfitt að reikna hlutföllin nákvæmlega en bætið bara við ef þið þurfið. * Ég bý alltaf til brauðmylsnu með því að rista þrjár brauðsneiðar í ofni með ólífuolíu og læt þær svo í matvinnsluvél þegar þær eru stökkar ásamt þremur öðrum óristuðum brauðsneiðum. Mjög einfalt og gott!
 4. Setjið kjúklingabringu fyrst ofan í hveitið, síðan ofan í eggin og að lokum ofan í brauðmylsnuna.
 5. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið bringurnar í eina til eina og hálfa mínútu á hvorri hlið. Það má gjarnan krydda með meiri salti og pipar.
 6. Setjið bringurnar í eldfast form eða á pappírsklædda ofnplötu og inn í ofn við 180°C í 15 mínútur. Bringurnar eru mjög þunnar og þurfa þess vegna ekki lengri eldunartíma.
 7. Skerið mozzarella í sneiðar og leggið ofan á hverja bringu, stillið þá ofninn á grill og eldið bringurnar áfram í um það bil mínútu eða þar til osturinn er bráðnaður.
 8. Kreistið safa úr sítrónu yfir bringurnar áður en þið berið þær fram með pasta og tómat-og basilíkusósu.

Tómat-og basilíkusósa

 • 1 msk ólífuolía
 • 1 laukur
 • 2 hvítlauksrif
 • 1 krukka tómat passata eða hakkaðir tómatar (425 g )
 • 1 dl vatn
 • ½ kjúklingateningur
 • skvetta af hunangi
 • salt og pipar
 • ½ tsk steinselja
 • handfylli fersk smátt söxuð basilíka

Aðferð:

 1. Hitið ólífuolíu í potti, skerið lauk og hvítlauk afar smátt og steikið í smá stund.
 2. Bætið tómat passata, kjúklingatening, hunangi og basilíku saman við og hrærið vel í sósunni. Kryddið sósuna til með salti, pipar og steinselju.
 3. Lækkið hitann og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur.
 4. Mér finnst gott að setja smá rjóma í lokin en það er algjört smekksatriði.

Heimalagað spaghettí

(ef vil, ef ekki það má núna sjóða 2 l af söltuðu vatni í stórum potti, setja 250g af spaghetti í og sjóða ca. 7 mínútur. Hella svo spaghetti í sigtu og blandið smá olífuóli og múskat í.)

Pastadeig

 • 400 g hveiti
 • 3 egg
 • 4 eggjarauður
 • 1 ½ msk ólífuolía
 • 1 tsk salt

Aðferð:

 1. Setjið hveiti á borðflöt og gerið holu í miðjuna á hveitinu. Setjið egg, eggjarauður, salt og ólífuolíu í holuna og blandið öllum hráefnum saman með höndunum.
 2. Hnoðið deigið vel í nokkrar mínútur og sláið deiginu upp í kúlu. Setjið plastfilmu yfir kúluna og geymið í kæli í 40 – 50 mínútur.
 3. Skiptið deiginu í þrjá hluta, þrýstið aðeins með höndum á hvern bita og fletjið út í pastavél eða með kökukefli. Ef þið notið pastavél þá byrjið þið að fletja út í stillingu 1 á minnsta hraðanum 3 – 4 sinnum, munið að setja vel af hveiti á borðflötin svo pastadeigið festist ekki við vélina. Eftir 3 – 4 skipti á stillingu 1 er tímabært að stilla á stillingu 2 og leikurinn endurtekinn í 3 – 4 skipti. Þið haldið svo áfram á stillingu 3 og 4.. þá ætti deigið að vera nógu þunnt.
 4. Næsta skref er að skera pastadeigið í þunnar lengjur eða notið pastavélina til þess að móta spaghettí.
 5. Sjóðið í vel söltu vatni í þrjár mínútur.

Berið kjúklinginn með heimalöguðu spaghettí og ljúffengri tómat-og basilíkusósu…ásamt nýrifnum parmesan auðvitað.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum

DÖÐLUKAKA MEÐ KARAMELLUSÓSU

 

(eftir Eva Laufey)

 • 5 msk sykur (prófum Stevia í staðinn, þá miklu minna magn)
 • 120 g smjör, við stofuhita
 • 2 egg
 • 100 g hveiti
 • 210 g döðlur
 • 1 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk kanill
 • 1/2 salt
 • 1/2 vanillu extract, eða dropar
 • 1 1/2 tsk lyftiduft

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið hringlaga kökuform.
 2. Setjið döðlurnar í pott og látið vatn fljóta yfir, þegar vatnið nær suðu takið  pottinn af hitanum og látið hann standa í
  3 – 4 mínútur.
 3. Blandið matarsóda við döðlumaukið og blandið því vel saman. Leyfið blöndunni að standa í svolitla stund eða þar til blandan kólnar, hún má ekki far heit saman við smjörið (trúið mér – ég hef brennt mig á þeim mistökum nokkrum sinnum)
 4. Þeytið smjör og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós, bætið einu og einu eggi saman við og þeytið í mínútu á milli.
 5. Setjið þurrefninsaman við ásamt vanillu. Þeytið í smá stund og bætið síðan döðlumaukinu saman við í þremur skömmtum.
 6.  Hellið deiginu í smurt form og bakið við 180°C í 35 – 40 mínútur.

Heimsins besta karamellusósa

 • 120 g smjör
 • 1 1/2 dl rjómi
 • 120 g púðursykur
 1. Hitið öll hráefnin í potti þar til karamellan fer að sjóða, hrærið reglulega í pottinum eða þar til þið hafið náð ágætri þykkt á karamellunni.

Berið kökuna fram með rjóma eða ís.. eða bæði 🙂

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum 🙂

Hnetulausa hrákakan

img_5369

Hráefni:

 • 1 bolli Döðlur
 • 1//2 bolli Hampfræ
 • 1/2 bolli Graskersfræ
 • 1/2 bolli Kakó
 • 1 bolli kókosmjöl
 • 1 msk Kókosolía (má sleppa)
 • 1 msk hlynsýróp (má sleppa)

Krem:

 • 5 msk hlynsýróp
 • 5 msk kókosolía (við stofuhita)
 • 5 msk kakó
 • örlítið salt og vanilla

Aðferð án matvinnsluvélar:

 1. Leggjið döðlurnar í bleyti í smástund og maukið svo með töfrasprota.
 2. Malið graskersfræin.
 3. Blandið öllu saman.
 4. Setjið í mót og inn í ísskáp.

Aðferð með matvinnsluvél:

 1. Leggjið döðlurnar í bleyti í smá stund.
 2. Malið graskersfræin í matvinnsluvélinni.
 3. Bætið öllum þurrefnunum útí og blandið vel saman.
 4. Setjið eina og eina döðlu út í í einu.
 5. Setjið að lokum olíuna og sýrópið út í.
 6. Setjið í mót og inn í ísskáp.

Kremið:

 1. Blandið öllu saman og smyrjið ofan á kökuna.
 2. Skreytið með berjum, kókos eða öðrum ávöxtum og njótið í botn 🙂

Grunnuppskrift af smákökum

uppskriftavefur_unglingastig_Page_20

Hvít rúlluterta með límettu, kókos & hvítu súkkulaði fyllingu

jamie-limone-rulla-50242467.jpg

Efni:

 • 3 egg
 • 1 ½ dl sykur
 • 1 ¼ dl hveiti
 • ½ dl kartöflumjöl
 • 1 tsk lyftiduft
 • 200 g hvít súkkulaði
 • 1 dl kókoskrem
 • 1-2 límettur

Aðferð:

 1. Byrjið á fyllinguni: skerið súkkulaði í fína bita og hellið í skál sem þolir hita.
 2. Hitið kókoshnetukremið í litlum pott (ekki sjóða eða láta brenna) og hellið yfir súkkulaðið.
 3. Takið rífjarn og rífið límettuskrælið í blönduna (best að nota lífræna límettur og alltaf þvó þessu vel). Blandið og setið í kæli.

 

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, með undir og yfir hita eða blæstri.
 2. Búið til form úr bökunarpappír þannig að það sé ferkantað með uppá brotnum brúnum ca. 1 cm.
 3. Þeytið saman egg og sykur með rafmangsþeytara á hæstu stillingu í nokkrar mínútur eða þar til deigið verður létt og ljóst.
 4. Sigtið kartöflumjöl, hveiti og lyftidufti saman við.
 5. Blandið saman varlega með sleif.
 6. Passið að fara mjög varlega, annars fellur deigið og kakan misheppnast.
 7. Hellið deiginu í pappírsformið og bakið í miðjum ofni í átta mínútur.

 

 1. Takið örk af bökunarpappír og, leggið á borð og stráið ½ msk af sykri yfir pappírinn
 2. Þegar kakan er bökuð er henni hvolft á sykurstráðan pappírinn. Látið kólna.
 3. Kreystið límettusafan í litinn pótt og hitið það með msk af sykri, hrærið þangað til að ljóst syrop verður úr því. Setið til hliðar.
 4. Takið fyllinguna úr kæli og hrærið aðeins með sleif.
 5. Dreifið fyrst syropinn yfir botninn, svo kremið.
 6. Rúllið kökuna upp með hjálp bökunarpappírs.
 7. Skreyta má með smá sykur og kókosflögum.

Spaghetti Carbonara (með bacon eða pylsum)

carbonara218-(2)

Mynd og grunnuppskriftina úr gottimatinn.is

Innihald

 • 250 g spaghetti
 • salt og svartur pipar úr kvörn
 • 2 msk olía
 • 1 msk tímian (eða fersk fínskorinn garðablóðberg)
 • 1 tsk pipar
 • 4 stk beikonsneiðar eða 5 pylsur (mega vera kryddaðar pylsur eða allskonar)
 • 2 dl matreiðslurjómi
 • 2 eggjarauða
 • 1 dl ferskur rifinn parmesanostur
 • ½ búnt steinselja ef til er

Aðferð

 1. Sjóðið pastað eftir uppskrift.
 2. Skerið beikonsneiðarnar gróft, setjið á bökunarplötu með bökunarpappír á og grillið í ofninum við grillhitu þangað til orðinn vel brúnt. Takið út og setið beikonið á disk til hliðar. Skerið pylsur í sneiða, steikið á pönnu í matarólíu og setið til hlíðar.
 3. Látið eggjarauðum í glerskál, hellið rjómin, parmesanostinn, pipri og tímian út í og hrærið saman með písk.
 4. Hellið pastanu á sigti, látið drjúpa vel af og látið það aftur í pottinn.
 5. Bætið eggjarauðublönduna út í og einnig beikonbitana (eða steikta pylsur).
 6. Hræri með trésleif við lægan hita í ca. 3 mínútur.
 7. Berið fram og setjið fínsaxað steinselja sem skreyt ofan á.

Indverskur pottréttur

indverskur pottretturccf4eebb4e5b3601e0d2f5ff1333b1b7

Efni:

 • 250 g svínagúllas
 • 1 gulrót
 • 1 bökunarkartafla
 • ½ paprika
 • 1 krukka indversk Tikka masala-sósa
 • ¼ dós ananasbitar ásamt safa
 • 1 grænmetisteningur eða 1 tsk grænmetiskraftur
 • 1 tsk mangómauk (mango chutney)

Aðferð:

 • Flysjið kartöfluna, skerið í teninga og setjið í skál.
 • Hreinsið gulrótina, skerið í sneiðar og bætið í skálina.
 • Skerið paprikuna í bita og geymið sér í skál.
 • Skerið kjötið í örlitla bita.
 • Brúnið kjötið vandlega í olíu í potti með þykkum botni og færið svo á disk. Ekki halda því heitu. Það má alls ekki soðna.
 • Setjið nú allt grænmeti nema papriku, ásamt sósu, ananas, ananassafa og kraft í pott og látið malla undir loki við vægan hita í 20 mínútur.
 • Hrærið af og til svo pottrétturinn brenni ekki við.
 • Bætið paprikunni við og mallið áfram í fimm mínútur.
 • Bætið kjötinu saman við ásamt mangómaukinu og látið suðuna koma upp á hæsta hita. Hrærið vel.

Berið fram með soðnum hrísgrjónum og indverskum brauðum.

Heimild: http://vefir.nams.is/heimilisfraedi/unglingastig.pdf bls: 84

… og hvernig gekk?

Svínkjötið var seigt, ekki var hægt að steikja það almennilega (kom vatn úr þessu í pönnunni). Allt hitt gekk ágætlega nema mér finnst að það mæti ekki að kenna í heimilsfræði að nota unninn sósur (Tikka Masala) eins og stóð í uppskriftinna úr nams.is. Ég persónulega fær lika illt í magann af svona.

Nanbrauð

með indverskum pottrétti

nan-img_4227.jpg

Mynd: https://eldhussogur.com/tag/nan-braud/

Efni:

 • 8 dl hveiti
 • ½ tsk matarsódi
 • 1 tsk sykur
 • 1 msk olía
 • 1 egg
 • 3 tsk þurrger
 • 2 dl ab mjólk
 • 1½ dl sjóðandi heitt vatn

Aðferð:

 1. Ofnhiti 225 °C blástur
 2. Mælið öll þurrefni, ger og olíu í skál.
 3. Blandið sjóðandi heitu vatni og ab mjólkinni saman í annarri skál.
 4. Blandið mjólkurblöndunni saman við þurrefnin með sleif.
 5. Hnoðið vandlega á borði. Forðist að nota of mikið hveiti.
 6. Skiptið deiginu í 2 jafn stóra hluta.
 7. Skiptið hvoru deigi í 8 jafn stóra hluta.
 8. Fletjið út með höndunum í um það bil ½ cm þykkar kökur og raðið á pappírsklædda bökunarplötu.
 9. Penslið brauðin mjög vel með hvítlauks- og kóríander- olíu og pikkið með gaffli.
 • Látið lyfta sér á plötunni í 15 mínútur á hlýjum stað.
 • Bakið í miðjum ofni í 6–8 mínútur eða þangað til brauðin verða flekkótt og örlítið brún.
 • Raðið á bakka og breiðið viskastykki yfir þangað til brauðin eru borin fram.

Hvítlauks- og kóríander- olía á brauðin

 • 2 msk olía
 • 25 g brætt smjör
 • 1 tsk kóríander eða garam masala kryddblanda
 • ½ tsk salt
 • 1 hvítlauksrif marið í hvítlaukspressu
 • Blandið öllu saman í litla skál.

Heimild: http://vefir.nams.is/heimilisfraedi/unglingastig.pdf bls. 68

… og hvernig gekk?

Mjög góð uppskrift, mjög gómsæt. Svo höfum við “galdrað” 4 mismunandi útgáfur af sósum með því (Mango-Chutney-joghurt sósa og jóghurt sósu með koriander og hvítlauki).

Hvít rúlluterta með sultu

hvítrulluterta8171ca0933effa5a0cb7b506229531f2

Mynd: http://www.hanna.is/?p=10504

Efni:

 • 3 egg
 • 1 ½ dl sykur
 • 1 ¼ dl hveiti
 • ½ dl kartöflumjöl
 • 1 tsk lyftiduft

Auk þess ca 1 ½ dl sulta

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, með undir og yfir hita eða blæstri
 2. Búið til form úr bökunarpappír þannig að það sé ferkantað með uppá brotnum brúnum ca 1 cm
 3. Þeytið saman egg og sykur með rafmangsþeytara á hæstu stillingu í nokkrar mínútur eða þar til deigið verður létt og ljóst
 4. Sigtið kartöflumjöl, hveiti og lyftidufti saman við
 5. Blandið saman varlega með sleif
 6. Passið að fara mjög varlega, annars fellur deigið og kakan misheppnast
 7. Hellið deiginu í pappírsformið og bakið í miðjum ofni í átta mínútur
 8. Takið örk af bökunarpappír og, leggið á borð og stráið ½ msk af sykri yfir pappírinn
 9. Þegar kakan er bökuð er henni hvolft á sykurstráðan pappírinn
 • Sultan er smuð strax á kökuna og henni rúllað þétt upp

Heimild: Uppskriftir fyrir unglingastig 9924/Námsgagnastofnun2009

Brún rúlluterta með bananafyllingu

brún-rullutertaIMG_9081.jpg

Myndina: http://unnurkaren.com/matur/2013/11/13/sukkuladirulluterta-med-bananarjoma/

Efni:

Kaka:

 • 3 egg
 • 1 ½ dl sykur
 • 1 ¼ dl hveiti
 • 2 msk kakó
 • ½ dl kartöflumjöl
 • 1 tsk lyftiduft

 

Krem:

 • 3 msk brætt smjör (ekki smjörlíki)
 • 1 eggjarauða
 • 4 dl flórsykur
 • 1 msk mjólk
 • 1 tsk vanilludropar
 • 2 mjúk banana (má sleppa)
 • 1 dl suðusúkkulaði (ca. 100 gr.)

Tilbrigði:

Hægt er að nota súkkulaðirjóma. Þá er 2 ½ dl af rjóma þeyttur og þegar rjóminn er alveg að verða þeyttur er bætt í hann 2 msk af kakómalti. Ef þetta er gert svona þarf að kæla kökuna alveg áður en rjóminn er settur á hana. Einnig er líka gott að skera niður banana og/eða jarðaber og setja í rjómann en þá er kakómaltinu sleppt

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C með undir og yfir hita eða blástur
 2. Mælið allt efnið í kökuna í skál
 3. Hrærið vel saman með rafmangsþeytara
 4. Búið til ferning sem passar á bökunarplötuna og brjótið upp 1 cm brúnir og festið þannig að til er form (t.d. hefta saman hornin)
 5. Bakið í ofni við 200°c þar til kakan hefur lyft sér og er mjúk (ca 8 mín)
 6. Takið kökuna út og látið hana kólna (alveg)
 7. Búið til kremið
 8. Hellið kreminu jafnt yfir kalda kökuna
 9. Jafnið kremið ef þess þarf
 • Rúllið kökunni upp með hjálp bökunarpappírsins

Heimild: Námsgagnastofnun/heimilisfræði/bls. 12

Ítalskar bollur á pasta

Með heimalagaðri tómatsósu
Fyrir 3 í 120 mín.

Innihald

 • 300 g grísahakk
 • 2 hvítlauksrif
 • ½ skalotlaukur eða venjulegur laukur
 • 1 egg
 • 1 msk maísmjöl
 • ½ tsk timjan
 • ½ tsk oreganó
 • ¼ tsk salt
 • svartur pipar (á hnífsoddi)
 • ¾ msk olía (til steikingar)
 • ½–1 kjötteningur

1. Rífið hvítlauksrifin og laukinn á rifjárni eða saxið mjög smátt.

2. Setjið hakk, krydd og egg í skál og blandið vel saman. Bætið rifna
lauknum saman við og að því búnu maísmjölinu.

3. Mótið miðlungsstórar bollur með skeið og steikið þær í olíu á pönnu þar tilþær hafa brúnast vel.

4. Hellið 1 dl af vatni á pönnuna ásamt kjötteningi og látið sjóða í um 5 mínútur við vægan hita. Útbúið tómatsósuna á meðan.

Tómatsósa

 • ¾ dós tómatar (hakkaðir)
 • ¼ laukur
 • 1 tsk olía (til steikingar)
 • ¼ tsk salt
 • 1/8 tsk svartur pipar (úr kvörn)
 • 1 tsk timjan
 • 1 tsk oreganó
 1. Saxið laukinn fínt og mýkið hann í lítilli olíu í potti.
 2. Setjið tómatana í pottinn ásamt kryddinu og sjóðið við vægan hita
  í u.þ.b. 5 mínútur.

Pasta
Sjóðið pastað á meðan þið steikið bollurnar og setjið síðan á disk. Raðið sjóðheitum bollunum á pastað og þekið með tómatsósunni. Sáldrið saxaðri steinselju og nýrifnum
parmesanosti yfir (má sleppa).

Heimild: uppskriftarvefurinn

Pítsabotn

2 botnar á 2 ofnplötur

Efni:

 • 8 dl hveiti
 • 1 tsk sykur
 • 2 msk olífuolía
 • 2 tsk þurrger
 • 3 ¼ dl volgt vatn
 • 1 ½ tsk salt
 • Maismjöl til að fletja deigið út

 

 • Á pitsuna er sett t.d. pitsusósa, Skinka, pepperoni, ananas, paprika og annað sem gott er – ostur sett síðan yfir allt

 

Aðferð:

 1. Setjið allt deig í skálina
 2. Hnoðið létt saman
 3. Látið deigið lyfta sér í 20 -30 mín
 4. Skiptið deiginu í 2 hluta
 5. Sáldrið maísmjölinu á bökunarpappír – en maísmjölið gerir deigið stökkt
 6. Fletjið deigið út á maísmjölinu
 7. Pitsasósan og áleggið sett á deigið og osturinn yfir
 8. Bakað í vel heitum ofni

Heimild:? bls.52

Krakka Tiramisu með eplamauk og kanill (fyrir 3-4)

391060-960x720-apfel-zimt-tiramisu

Mynd: chefkoch.de

 • 1 og 1/2 pakki tiramisu keks (ca. 150g)
 • 3/4 glas eplamauk (ca. 10 dl)
 • 5 dl rjómi
 • 500 g hreinn skyr (stór dós)
 • 2 dl eplasafi (eða appelsinusafa)
 • 1 msk vanillusykur
 • 3 msk sykur
 • 1 msk kanill
 • 1 msk sykur
 • 1 epli

Aðferð

 1. raða keksið í mót
 2. pensla keksið með eplasafi
 3. dreifið eplamauk yfir keksið
 4. hella rjómi í skál
 5. bæta vanillusykur og 3 msk sykur við
 6. hræra með hrærivel
 7. bæta skyr í og hræra varlega með sleif eða písk
 8. dreifið blönduna yfir eplamaukið
 9. blanda kanill og sykur í litlu skál
 10. dreifið jafn yfir (með skapalon af stjörnum ef til, þá er jólalegt blær yfir þessu)
 11. skerið einnig eplinu í fína sneiðar og setið sem skraut ofan á

 

Litla veislupitsur (13.09.)

Freezer-Ready-Mini-Pizzas-Vs

Screen Shot 2017-09-07 at 21.31.11

Heimgerð pasta með tómatsósu og osti (11.09.17)

Af hverju að gera pasta heima? Það er gaman að bjóða vini sinum í pasta party og leyfa gestum að vera með í pastagerð. Einnig minkum við ruslið verulega (plastlausi September) og getum alltaf notað egg og hveiti sem er framleitt eða blandað á Íslandi.

Eftirfarandi myndir og uppskriftir eru úr þýskum vef smarticular.net

fb-nudeln-ohne-nudelmaschine

Efni:
 • 3 dl hveiti (númer 405)
 • 2 egg (herbergishitastíg)
 • 1 tsk olífuóliu
 • smá vatn eftir þörf
Aðferð:
 • setja hveiti í skál (Type 402)
 • bæta eggjum og olían í miðjunni og blanda allt með gaffal
 • búa til 3 kúlur með höndum, hnóða deigið í ca. 10 mínútur
 • ef deigið er of þurr, bætið smá volg vatn í
 • ef deigið er of blautt, bætið smá hveiti í
 • leyfa deigið að híla sig í 30 mínútur (bara í skálinni með disk ýfir svo að deigið þorna ekki)

nudeln-ohne-nudelmaschine-1

Efni fyrir með meðlætinn:

 • 1/2 poka rifinn ost
 • pastasósa (úr glasi en hægt er að gera hana heima með aukinn tíma)
 • hvítlauksríf
 • skinka
 • 2 msk matarolía (til steikunar)

(Salat ef vil, en ekki er tími í 80 mínútna kennslutímanum)

 • græn salat
 • 1/2 dl sítronusafi
 • 1 msk sykri
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 dl olífuólia

Aðferð:

 • pressa hvítlaukinn
 • skera skinkan í strimmlar
 • hitið pönnu og bætið matarólian í pönnuna
 • steikið hvítlaukinn aðeins (á að vera ljóst á litinn) og bætið skinkustrimmla í
 • steikið aðeins áfram og bætið sósan við
 • setjið pönnuna til hlíðar með loki á
 • skólið salatið undir köldu vatni
 • skerið salatblöðinn í strípur og setjið blöðinn í salatskál
 • hellið sítrónusafan yfir salatið, bætið sykri, salti og olían við og blandið vel
Aðferð fyrir pasta:
nudeln-ohne-nudelmaschine-2
 • setjið smá hveiti á vinnuborðið
 • rúllið deigið út með kökukefli (2 mm þykkt)
 • rúllið deigið upp og skerið 5 mm breið stykki
 • hellið 2 litra af köldu vatni í pott og látið sjóða
 • bætið 1 tsk salt í
 • hellið nuðlur ofan í soðið í 1-2 mínútur
 • setið sigti í vaskinn, hellið nuðlur í og látið renna köldu vatni yfir
 • má hella smá olífuóliu yfir
 • dreifið nuðlur á diska og setjið sósan og ostinn yfir
 • bera fram með grænu salatiQuelle: https://www.smarticular.net/pasta-ohne-nudelmaschine-selbermachen-minimalistisch-einfach-und-kreativ/
  Copyright © smarticular.net

 

06.09.2017: Gullrótakaka

gulrot2-7843

Mynd: Anna í eldhúsinu

1-gulrota_Page_15

Athugasemdir: mætti vera meira krem til að fylla á milli og skreyta afan á 🙂 Annars tókst mjög vel!

20170906_112326

 

29.08.2017: Skyndinuðlur í sparifötum

2 pk skyndinúðlusúpur 2 msk olía ½ rauð paprika ½ laukur ½ nettur púrrulaukur hvíti og græni hlutinn biti af kínakáli (ca 1/6 af frekar litlum haus) 1 gulrót 1 msk soyasósa 1 msk ostrusósa 1 msk sesamolía 1 tsk fiskisósa ½ tsk sykur ¼ tsk hvítur pipar ½ dl kalt vatn2 pk skyndinúðlusúpur 2 msk olía ½ rauð paprika ½ laukur ½ nettur púrrulaukur hvíti og græni hlutinn biti af kínakáli (ca 1/6 af frekar litlum haus) 1 gulrót 1 msk soyasósa 1 msk ostrusósa 1 msk sesamolía 1 tsk fiskisósa ½ tsk sykur ¼ tsk hvítur pipar ½ dl kalt vatn

29.08.2017: Amerískar pönnukökur

Myndefni: https://www.pinterest.com/pin/440719513525152442/

amerikan pancakesdd28279eec86aeb065e5963d2c7148e3

Uppskrift (heimild: uppskriftir fyrir unglingastíg á vefsíðu nams.is) 

 • 2 dl hveiti
 • 1 dl heilhveiti
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/4 tsk matarsóði
 • 1/4 tsk salt
 • 1/2 tsk sykur
 • 1 egg
 • 1 og 1/2 msk matarolía
 • 1 dl súrmjólk
 • 1 og 1/2 dl mjólk

Áhöld:

 • Skál
 • písk eða sleif
 • pönnu, eldhúspappír
 • ausu
 • spaðal

Aðferð:

 1. Setjið allt í skál í réttri röð og hrærið svo vel með písk eða sleif þar til deigið verður kekkjalaust.
 2. Kveikið undir pönnu á miðstraum og látið hana hitna aðeins.
 3. Setjið olíu á eldhúspappír og stróka heita pannan út
 4. Látið pannan hitna aðeins.
 5. Notið ausu til að setja deigið á pönnuna, um það bíl 1 desilítra af deigi í hverja köku.
 6. Þegar kökurnar eru orðnar nærri þurrar að ofan á að snúa þeim við og baka þær á hinni hliðinni.

Borið fram með sírópi eða osti og smjöri, ávexti, kotasæla etc.

Uppskriftalistan eftir óskum nemenda og með aukna tillit til hollara mataræði:

 1. Amerískar pönnukökur,
 2. Gulrótakaka,
 3. Viku 10.-16.September: Pasta með grænum salat (ferska nuðlur þýsku hætti með ósti)
 4. Einfalt salat með góðri sósu (og græn salat) – Brushetta?
 5. Frönsk súkkulaðiterta með þýsku ívafi (Svartskógar kirsuberjaterta)
 6. Pönnusteiktur fiskur með púrrulaukssósu,
 7. Amerískar súkkulaðibitakökur (Kínverska smákökur?)
 8. Spaghetti Carbonara,
 9. Fiskisúpa,
 10. Hnetulaus hrákaka,
 11. Mexíkósk lasagna með hakkblöndu
 12. Núðlur með kjúklingi og sveppum
 13. Lambakótilettur
 14. Litla kjöt- og ostabollur í tómasósu með Tagliatelle
 15. Jólabakstur og gjafaöskur gert
Advertisements